félagsráðgjafi.is
Lífskeiðakenning Erik Erikson (e. Erikson‘s theory of personality) nær yfir alla ævi einstaklings, allt frá vöggu til grafar. Kenningin byggist að einhverjum hluta á þroskastigum Sigmund Freud, það er að segja að þroskaferli einstaklingsins skiptist í þrep sem hann þarf að fara í gegnum til að þroskast á heilbrigðan hátt. Hvert þessara stiga innihalda ákveðin þroskaverkefni sem einstaklingurinn þarf að takst á við og leysa til að geta leyst verkefni næsta stigs. Einstaklingurinn öðlast persónulegan styrk við að leysa þessi verkefni, séu þau leyst á gagnlegan hátt. Sé verkefnið ekki klárað á árangursríkan hátt verður erfiðara fyrir einstaklinginn að uppfylla skilyrði næsta stigs sem þarf til að þroskast á heilbrigðan hátt.
Stig 1: Fæðing til 18 mánaða - Traust vs. vantraust (e. trust vs. mistrust)
Barnið tekst á við traust á móti vantrausti. Takist barninu ekki að mynda traust er hætt við að það myndi vantraust og taki vantraustið með sér á næsta stig.
Stig 2: 1-3 ára - Sjálfstæði vs. skömm (e. autonomy vs. shame)
Hafi barnið tamið sér vantraust er erfitt fyrir það að temja sér sjálfstæði.
Stig 3: 3-5 ára - Frumkvæði vs. sektarkennd (e. initiative vs. guilt)
Hafi barnið tamið sér vantraust (1. stig) er líklegt að það hafi tamið sér skömm (2. stig). Þá reynist því erfitt að temja sér frumkvæði (3. stig).
Stig 4: 6-11 ára - Hæfni vs. vanmætti (e. industry vs. inferiority)
Stig 5: unglingsárin - Sjálfsmynd vs. sjálfsmyndaruglingur (e. identity vs. role confusion)
Stig 6: Ungu fullorðinsárin - Nánd vs. einangrun (e. intimacy vs. isolation)
Stig 7: Mið fullorðinsár - Sköpun vs. stöðnun (e. generativity vs. stagnation)
Stig 8: Síðari fullorðinsár - Heilsteypt sjálf vs. örvænting (e. ego integrity vs. despair)
Eftir því sem aldurinn færðist yfir Erikson, varð hann svartsýnni fyrir komandi árum og byrjaði ásamt konu sinni Joan að túlka níunda stig þroskakenningarinnar. Þau túlkuðu það sem tímabil þar sem líkamleg og andleg rýrnun rænir fólk eðlislegum hæfileikum og það eina sem eftir er, er að bíða eftir dauðanum. Þeim tókst ekki að klára stigið áður en Erikson lést.